Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Löggjöf um skattalega meðferð kauprétta og hlutabréfa hjá nýsköpunarfyrirtækjum verði endurskoðuð þannig að þeim verði gert kleift að keppa um starfsfólk, stjórnendur og ráðgjafa með því að bjóða hlutdeild í framtíðarávinningi með hagkvæmum hætti.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Iðnaður og nýsköpun

Framvinda

Frumvarp var samþykkt á Alþingi 24. maí 2023 þar sem tekjur af nýtingu kaupréttar, sem annars hefðu verið skattlagðar sem laun, verða skattlagðar sem fjármagnstekjur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ætlað til að hvetja til nýsköpunar þannig að sprotafyrirtækjum verði gert kleift í ríkara mæli að laða til sín hæfileikaríkt starfsfólk með því að bjóða þeim kauprétt í félaginu sem hluta af endurgjaldi fyrir vinnuframlag þeirra.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum