Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Rík áhersla verður lögð á stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra, m.a. gegnum skóla- og frístundastarf og með auknu aðgengi að íslensku- og samfélagsfræðslu. Horft verði til möguleika á móðurmálsfræðslu og túlkaþjónusta efld einkum til að tryggja aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegum réttindum.

Ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kafli

Málefni útlendinga

Framvinda

1. Gerður hefur verið samningur við Suðurnesjabæ varðandi þjónustu við fylgdarlaus börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og eru því málefni fylgdarlausra barna komin í góðan farveg. 2. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til nýsköpunar- og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs, þar sem áhersla var m.a. á málefni barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 3. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum í þágu farsældar barna til verkefna hjá íslenskum félagasamtökum sem miða sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu, þ.m.t. börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 4. Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Þróunarsjóð námsgagna og Sprotasjóð með áherslu á námsefni fyrir þennan nemendahóp m.a. vegna tungumálakennslu og inngildingu. 5. Haldin var norræn ráðstefna Unlocking Potential: Effective Strategies for Supporting Immigrant Children fyrir stefnumótandi aðila. Markmiðið var að styrkja faglegt tengslanet norrænna stefnumótenda og efla samstarf í stefnumótun fyrir nýflutt börn innflytjenda til Norðurlandanna. 6. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur úthlutað tæplega 87 m.kr.  m.kr.  til sveitarfélaga til að bregðast við aukningu í móttöku barna á flótta. Styrkirnir snúa annars vegar að eflingu skóla og frístundastarfs og hins vegar að stuðningi við umdæmisráð barnaverndar og önnur úrræði fyrir fjölskyldur á flótta. 7. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Landssamtökin Þroskahjálp um stuðning við að setja á fót rafrænt upplýsingatorg fyrir foreldra fatlaðra barna, með áherslu á upplýsingar fyrir foreldra með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 8. Hafin er vinna við að auka námsframboð fyrir nýaðflutt ungmenni á framhaldsskólastigi sem felst í samstarfi við fjóra skóla á haustönn 2024 um að bjóða upp á heildstæða íslenskubraut. Einnig er stefnt á samstarf við tvo skóla um að þróa sérsniðið lotunám fyrir nemendur sem eru að koma til landsins á öllum tíma ársins, þ.m.t. fámennan hóp nemenda með rofna skólagöngu sem hafa mismikla skriftar- og lestrarhæfni.  9. Menntamálastofnun er að vinna 5 verkefni vegna aðgerðar 3 í aðgerðaáætlun menntastefnu 2030 - Markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.  10. Mennta- og barnamálaráðuneytið í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hefur gert samning við RÚV um að innleiða sjálfsnámslausn í formi smáforrits sem aðstoðar fólk með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn við að læra íslensku af mynd- og útvarpsefni RÚV. Markmið verkefnisins er m.a. að stórbæta aðgengi nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi að fjölbreyttu efni á íslensku bæði í formlegu og óformlegu íslenskunámi. 11. Að auki er áfram unnið með verkefni sem nú þegar eru í vinnslu t.d.  mótun kennslu- og sérfræðiráðgjafar hjá MMS og mótun heildstæðrar móttökuáætlunar fyrir nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum