Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Aðgengi allra landsmanna að sérfræðiþjónustu verður bætt í samráði við heilbrigðisstofnanir í öllum umdæmum.

Ráðuneyti

Heilbrigðisráðuneytið

Kafli

Húsnæðismál

Framvinda

Starfshópur um öfluga sjúkrahúsþjónustu í dreifbýli skilaði ráðherra tillögum sínum og undirritaður hefur verið samkomulag um aðstoð við mönnun lykilstarfsmanna fyrir bráðaþjónustu frá LSH og Sak til HVEST og HSA. Mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið sem mun hjálpa við að kortleggja mönnunina í dag og þörfina til framtíðar er vel á veg komin. Starfshópur heilbrigðisráðherra sem falið var að gera tillögur um leiðir til að jafna aðgang að ýmis konar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu hefur skilað niðurstöðum sínum. Tillögur hópsins sem snúa einkum að því hvernig nýta megi heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að beita tímabundnum ívilnunum við endurgreiðslu námslána, til að styrkja mönnun sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum, eru í vinnslu.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum