Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Aukinni framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga. Mótuð verður heildstæð, tímasett aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju.

Ráðuneyti

Matvælaráðuneytið

Kafli

Landbúnaður

Framvinda

Við endurskoðun búvörusamninga náðist ekki samkomulag um leiðir til að festa niðurgreiðsluhlutfall við 95%. Síðustu ár hefur hlutfallið náð 95% og útlit er fyrir að það náist einnig vegna ársins 2023. Drög að aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar ræktunar voru kynnt á samráðsgátt stjórnvalda í nóvember 2023. Aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar lá fyrir í mars 2023 og samkvæmt fjármálaáætlun er áætlað að tæplega 2 milljörðum verði varið til að hrinda henni í framkvæmd næstu ár. Árið 2024 verður 198 milljónum ráðstafað til kynbóta og fjárfestingarstuðnings.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum