Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Ríkisstjórnin leggur áherslu á að öryggismál þjóðarinnar séu í traustum skorðum í samræmi við markmið þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt er af Alþingi.

Ráðuneyti

Forsætisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Þjóðaröryggisráð er sjálfstætt stjórnvald og starfar á grundvelli laga nr. 98/2016 um þjóðaröryggisráð. Forsætisráðuneytið veitir ráðinu nauðsynlega starfsaðstöðu og aðstoð við störf þess. Þjóðaröryggisráð hefur eftirlit með því að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi við ályktun Alþingis um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ráðið er jafnframt samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál.  Framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar á einstökum sviðum er hjá viðkomandi ráðuneytum. Þjóðaröryggisráð fylgir eftir framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar á reglulegum fundum auk þess sem ráðið gefur út skýrslur um framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar. Skýrslur um framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar á tímabilinu 2018 til 2022 liggja fyrir. Þjóðarryggisráð leggur mat á ástand og horfur í þjóðaröryggismálum og hefur gefið út tvær efnismiklar skýrslur ásamt ábendingum til stjórnvalda.  Þjóðaröryggisráð hefur staðið fyrir ráðstefnum og málþingum um þjóðaröryggismál, nú síðast í mars 2023 um þjóðaröryggi og alþjóðasamstarf. Sérstakir samráðshhópar sérfræðinga hafa verið starfandi á vegum ráðsins, s.s. sérfræðingahópur um viðbúnað komi til rofs á sæstrengjum, tengiliðahópur ráðuneyta um útfærslur á tillögum um neyðarbirgðir sbr. skýrslu, og sérfræðingahópur um rýni á mögulegri miðlun á fölskum fréttum áróðri, lygum og undirróðri hér á landi til þess að grafa undan samfélagslegu trausti og lýðræði.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum