Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Það verður forgangsmál ríkisstjórnarinnar að stuðla áfram að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika á kjörtímabilinu.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Efnahagur og ríkisfjármál

Framvinda

Fjármálastefna, sem birt var daginn eftir myndun ríkisstjórnar, og fjármálaáætlun, sem lögð var fram vorið 2022, vísa veginn að þeim markmiðum sem sett hafa verið um lækkun skulda og stuðning við stjórn eftirspurnar og þar með lækkun verðbólgu. Góður árangur í efnahaglegum stöðugleika og þar með aukinn kaupmáttur heimilanna er lykilforsendan fyrir félagslegum stöðugleika. Meginatriði áætlana hafa verið rædd í Þjóðhagsráði. Auk þess hefur ríkisstjórnin birt yfirlýsingar um aðgerðir í þágu þessara markmiða, m.a. í tengslum við gerð kjarasamninga í desember 2022, og til að verja hag lífeyrisþega og tekjulægri hópa fyrir áhrifum af verðbólgu. Þá má nefna yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn verðbólgu í júní 2023, þar sem m.a. var tilkynnt um 17 ma.kr. aðhaldsráðstafanir en samhliða hækkun bóta almannatrygginga til þess að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum