Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Í þróunarsamvinnu Íslands verður stóraukin áhersla lögð á loftslagsmál. Sérstaklega verður horft til verkefna á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar á borð við jarðhitanýtingu, sjálfbæra orku- og auðlindanýtingu, náttúrlegra lausna s.s. landgræðslu og endurheimt vistkerfa og jafnréttismál.

Ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Starf erindreka loftslagsmála hefur vaxið og hefur nýr hluti snúið að auknu samstarfi við norræna erindreka og stofnanir sem í vaxandi mæli láta loftslagsmálin til sín taka, má þar til að mynda nefna Atlantshafsbandalagið. 

Hópurinn um stuðning við aðlögunaraðgerðir hittist á Ríkjarráðstefnunni í Dubai, og enn sem komið er, er samstarfið óformlegt.

Unnið er að virkari þátttöku Íslands í samstarfi ríkja um kolefnisföngun, sem stofnað var til í Egyptalandi. Unnið er að því að fulltrúi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verði þátttakandi í því og að það gerist á fyrri hluta nýs árs.

Mikil og vaxandi vinna er í virkri þátttöku á vettvangi alþjóðlegra stofnana og samtaka sem láta loftslagsmálin til sín taka. Virk þátttaka er í stýrirnefndum sjóða sem Íslands leggur til, til að mynda Climate Promise (UNDP) og Systematic Observation Financing Facility (SOFF, undir WMO). Næsti fundur stýrinefndar SOFF, sem er sjóður til stuðnings þróunarríkjum til að vakta betur veðurfar og breytingar, verður í Reykjavík 18-20 júní nk.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum