Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Þátttaka og endurkoma einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkað verður auðvelduð þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og fái tækifæri á vinnumarkaði án þess að afkomuöryggi þeirra sé ógnað. Þjónusta og stuðningur til þátttöku og endurhæfingar verða tryggð.

Ráðuneyti

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kafli

Örorka

Framvinda

Drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar 2024 og verður lagt fram á Alþingi í mars  2024. Frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra þess efnis að lækka skerðingarhlutfall örorkulífeyris, endurhæfingarlífeyris og aldurstengdrar örorkuuppbótar úr 11% í 9% og hækka sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar úr 1.315.200 kr. í 2.400.000 kr. á ári var samþykkt á Alþingi í desember 2022, og tók gildi 1. janúar 2023. Einnig var frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra  um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007 (greiðslutímabil endurhæfingalífeyris) samþykkt á Alþingi í desember 2022.  

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum