Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Rannsóknarstarf um allt land verður eflt.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Menntamál

Framvinda

Í nýjum samningum sem áformað er að gera við Þekkingarsetur á landsbyggðinni er lögð áhersla á hlutverk þeirra sem leiðandi afls í samstarfi um mótun öflugs nýsköpunarumhverfis og frumkvöðlastarfs.  Þeim er jafnframt ætlað að veita frumkvöðlum og rannsakendum þjónustu m.a. starfsaðstöðu.  Þeim er einnig ætlað að hvetja til nýsköpunar með skipulagi viðburða og fræðslustarfsemi á starfssvæðum sínum og í samstarfi þekkingarsetra. Þekkingarsetrin geta haft frumkvæði að rannsóknaverkefnum og rannsóknastarfi  en hafa jafnframt hlutverki að gegna við miðlun upplýsinga um rannsóknaverkefni og sjóði. Hvetja til þátttöku í rannsóknum og eru tengiliðir milli sjóða og rannsóknafólks og aðstoða við gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda samkeppnissjóði. Víða hefur verið stofnað til nýsköpunarsetra eins og Hraðið - nýsköpunarmiðstöð Húsavík og Breið rannsóknar- og þróunarsetur Akranesi. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum