Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Byggðamál

Framvinda

Skýrsla vinnuhóps á vegum innviðaráðuneytis, forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis var gefin út í ágúst 2021 um störf án staðsetningar. Þar komu fram tillögur til að mæta áherslum stjórnvalda um fjölgun starfa án staðsetningar. Í lok janúar 2023 samþykkti ríkisstjórnin að skipa framkvæmdastjórn með fulltrúum sömu ráðuneyta til að annast framkvæmd aðgerðarinnar í samráði við önnur  ráðuneyti, Byggðastofnun, Fjársýslu ríkisins, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og aðra hlutaðeigandi aðila. 
     Framkvæmdastjórnin sendi út upplýsingapóst til stofnana til að greina frá þessari stefnu stjórnvalda sem bæði er sett fram í stjórnarsáttmála og byggðaáætlun og fyrstu verkefnum sem unnið yrði að. Einnig hefur í samvinnu við Fjársýslu ríkisins verið unnið að breytingum á ráðningakerfi ríkisins og Starfatorginu. Þær fela m.a. í sér að þegar störf eru auglýst þarf að merkja hvort starfið er óstaðbundið eða staðbundið. Þá er verið að leggja lokahönd á leiðbeiningar fyrir stjórnendur og mannauðsstjóra um það hvernig stuðla megi sem best að framgangi stefnunnar. Þar er m.a. komið inn á ýmis hagnýt mál s.s. varðandi kostnað, starfsaðstöðu og tryggingamál. Fyrir áramótin var send út könnun til allra ráðuneyta og stofnana á höfuðborgarsvæðinu þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum um fjölda starfa sem eru staðbundin og hve margir starfmenn eru staðsettir utan höfuðstöðva viðkomandi stofnunar. Þær niðurstöður eru væntanlegar í febrúar á þessu ári og verða til hliðsjónar við frekari tillögugerð og innleiðingu varðandi verkefnið.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum