Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Mótuð verður skýr og heildstæð stefna í málefnum útlendinga sem miðar að því að fólk sem sest hér að hafi tækifæri til aðlögunar og virkrar þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði.

Ráðuneyti

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kafli

Málefni útlendinga

Framvinda

Stýrihópur um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks hóf störf í janúar 2023 og er enn að störfum og stefnir á að skila ráðherra tillögum í apríl 2024.  Samtal og samráð við íbúa, sérstaklega innflytjendur, er mikilvægt í þessari vinnu. Ráðuneytið hefur því boðið til samtals hringinn í kringum landið í tengslum við þessa vinnu og hafa innflytjendur sérstaklega verið hvattir til að mæta. Fyrsta stöðumat og valkostagreining (grænbók) í málefnum innflytjenda og flóttafólks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember 2023 þar sem lagt var mat á stöðuna í málefnum innflytjenda og flóttafólks og áskoranir og tækifæri greind til framtíðar. Grænbókin var birt á þremur tungumálum: Íslensku, ensku og pólsku. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum