Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Ísland á að verða vagga nýrra lausna á grunni auðlinda, þekkingar og staðsetningar. Stutt verður við græna atvinnuuppbyggingu og fjárfestingar ásamt því að greiða götu verkefna, m.a. á sviði föngunar, geymslu og förgunar kolefnis, uppbyggingu hringrásarhagkerfis með fjölnýtingu orkustrauma og orkuskipta.

Ráðuneyti

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kafli

Loftslagsmál

Framvinda

Ráðuneytið, Landsvirkjun, Austurbrú og sveitarfélögin á Austurlandi stofnuðu nýsköpunarverkefnið Eygló. Ráðuneytið hefur gerst aðili að samstarfsverkefninu Gleipnir á Vesturlandi. Ráðuneytið hefur gert samning við Sveitarfélagið Ölfus og Ölfus cluster um verkefnisstjóra fyrir græna atvinnuuppbyggingu í Ölfus. Ráðuneytið hefur gert samning við Austurbrú um stuðning við nýsköpun á Austurlandi. Ráðuneytið hefur gert samning við SSNE um frekari undirbúning að líforkuveri í Eyjafirði. Ráðuneytið hefur gert viljayfirlýsingu við Vopnafjarðarhrepp og Reykhólahrepp um aðgerðir í átt að kolefnishlutleysi. Ráðuneytið hefur stofnað Hringrásarklasann til þess að styðja við nýsköpunarverkefni í hringrásarhagkerfinu.

Staða verkefnis

Hafið

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum