Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Mótuð verður stefna þar sem svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni er skilgreint og stuðlar að uppbyggingu sem geti boðið upp á fjölbreytileika í þjónustu, menningu og atvinnutækifærum.

Ráðuneyti

Innviðaráðuneytið

Kafli

Byggðamál

Framvinda

Ráðherraskipaður starfshópur um mótun borgarstefnu fundaði reglulega árið 2023. Lögð hefur verið áhersla á samráð og samhæfingu við aðrar stefnur og áætlanir ríkis og sveitarfélaga, sem og að kortleggja áskoranir og tækifæri á hvoru svæði, Akureyri og Reykjavík. Áætlað er að drög að borgarstefnu verði sett fram í samráðsgátt í byrjun árs 2024, boðað til kynningarfunda í kjölfarið og að starfshópurinn skili endanlegri tillögu til ráðherra að loknu samráði og úrvinnslu.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum