Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Skipulag náms tengdu matvælaframleiðslu á háskólastigi verður endurskoðað með það að markmiði að styrkja bæði menntun og rannsóknir. 

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Menntamál

Framvinda

Niðurstöður fýsileikagreiningar um sameiningu HÍ og Háskólans á Hólum voru kunngjörðar í janúar, þar sem lagt er til að skólarnir sameinist. Sameiningin yrði til þess fallin að efla starfsemi beggja skóla í nýrri háskólasamstæðu, en skólarnir eiga nú þegar í nánu samstarfi um eflingu ýmissa námsleiða sem styrktar hafa verið með Samstarfi háskóla. Tekin hefur verið ákvörðun um uppbyggingu kennslu og rannsóknaaðstöðu í lagareldi á Sauðárkróki. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir hafa skilað frumathugun um uppbyggingu Jarðræktarmiðstöðvar á Hvanneyri ásamt gróðurhúsi til ylræktartilrauna. Fyrirliggjandi er mat á stofn- og rekstrarkostnaði og er nú unnið að mögulegri fjármögnun verkefnisins. Fyrir liggur viljayfirlýsing um víðtækt samstarf HÍ og LbhÍ á sviði hátækni ylræktar, jarðræktar, líftækni og tengdra greina. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum