Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Hugmyndafræði sjálfbærni og réttlátra umskipta og aukinnar samkeppnishæfni verður leiðarstef ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi umbreytingum vegna loftslagsvárinnar og tæknibreytinga sem hafa áhrif á öllum sviðum samfélagsins. Þessum markmiðum sem og framkvæmd og eftirfylgni aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum verður fylgt eftir í samvinnu forsætisráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis til að auka samhæfingu, samvinnu og slagkraft innan stjórnarráðsins. Sett verður samræmd stefna um sjálfbæra þróun í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Ráðuneyti

Forsætisráðuneytið

Kafli

Loftslagsmál

Framvinda

Samstarfsvettvangurinn Sjálfbært Ísland tók til starfa á árinu 2022. Sjálfbærniráð er ráðgjafarráð Sjálfbærs Íslands og er skipað fulltrúum ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarstjórna, atvinnulífs, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka. Forsætisráðherra er formaður Sjálfbærniráðs, en fyrsti fundur þess var haldinn 1. desember 2022. Verkefnastofa fyrir Sjálfbært Ísland sér um að samhæfa og efla starf hins opinbera á sviði sjálfbærrar þróunar og beita sér fyrir því að sjónarmið um réttlát umskipti á öllum sviðum samfélagsins séu leiðarljós í allri stefnumótun og áætlanagerð. Eitt helsta verkefni verkefnastofunnar er að móta stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Tekin var saman grænbók (Stöðumat og valkostir) og birt í samráðsgátt 17.4.2023. Umsagnir bárust fram í lok maí og unnið var úr þeim. Samhliða hófst vinna við hvítbók (drög að stefnu). Forsætisráðherra hélt fundi um allt land til kynningar á grænbókinni til að fá innlegg fólksins í landinu inn í hvítbókarvinnuna. Drög að hvítbók voru unnin af verkefnastofu og stýrihópi Sjálfbærs Íslands haustið 2023. Þau voru send Sjálfbærniráði til rýni í byrjun nóvember og kynnt á fundi ráðsins 15. nóvember. Umsagnir bárust fram til 2.1.2024. Nú er verið að vinna að þeim umsögnum og er stefnt því að kynna uppfærð drög fyrir ríkisstjórn og birta þau í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar. Stefnt er að því að drögin verði í samráðsgátt í febrúar-mars. Lokaútgáfa verði tilbúin sumar 2024.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum