Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grunni aukinnar verðmætasköpunar og stuðlað að sjálfbærni í rekstri ríkisins til lengri tíma. Ýtt verður undir vaxtargetu hagkerfisins með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og þróun í því skyni að festa nýja stoð efnahagslífsins enn betur í sessi.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Efnahagur og ríkisfjármál

Framvinda

Niðurstöður úttektar OECD um regluverk til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum sem byggir á lögum nr. 152/2009, voru birtar í lok nóvember 2023 og nú stendur yfir vinna í ráðuneytunum við að greina þær niðurstöður og ábendingar sem þar komu fram. OECD kemst að þeirri niðurstöðu að skattastuðningur vegna rannsókna og þróunar hafi hvetjandi og jákvæð áhrif á fyrirtæki til frekari fjárfestinga á því sviði. Er þá sérstaklega vísað til lítilla/ör fyrirtækja. Áfram er hvatt til beitingar aðgreinds skattastuðnings á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stærri fyrirtækja í rannsóknum og þróun sem gerð var með breytingu á lögunum árið 2020.
Samkvæmt  tölum OECD voru útgjöld til rannsókna og þróunar 2,8% af vergri landsframleiðslu árið 2021 og hafa aldrei verið hærri. Í Fjármálaáætlun 2024-2028 er áfram gert ráð fyrir dyggum stuðningi við nýsköpun. Fjárveiting til Rannsókna- og Tæknissjóðs sem áður var tímabundin og hefði að óbreyttu fallið niður 2024 er gerð varanleg með yfir 2 ma.kr. árlegu framlagi. Áætlað er að endurgreiðslustyrkir vegna nýsköpunar- og rannsókna til fyrirtækja aukist um rúma 1,9 ma.kr. í ca. 15 milljarða 2024. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum