Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Unnið verður að því að styrkja enn frekar stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis og byggja áfram upp innlenda þekkingu í málefnum svæðisins, m.a. með eflingu miðstöðva mennta, vísinda og umræðu og mótun rannsóknaáætlunar um norðurslóðir.

Ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Ráðuneytum voru kynnt drög að framkvæmdaáætlun fyrir stefnu Íslands í málefnum norðurslóða með bréfi 6. janúar 2023 og boðað til fundar ráðuneyta 15. febrúar. Á fundinn mættu fulltrúar frá menntamálaráðuneyti, matvælaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innviðaráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Þann 28. febrúar var ráðuneytum sent erindi með yfirliti yfir ákvarðanir á fundinum og óskað eftir endanlegum athugasemdum þeirra fyrir lok mars. Í maí átti fulltrúi utanríkisráðuneytisins símafund með tengiliðum í flestum ráðuneytum og í framhaldi af því var ráðuneytum aftur sent skeyti með yfirliti yfir stöðu tillagnanna og beðið um athugasemdir fyrir lok maí. Drög að framkvæmdaáætlun lá fyrir haustið 2023 og hófst þá lokafrágangur í utanríkisráðuneytinu. Á haustmánuðum 2023 hófst undirbúningsvinna að gerð rannsóknaráætlunar um norðurslóðir, með aðkomu utanríkisráðuneytisins, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum