Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Samhliða fari fram vinna við að greina og endurskoða þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn og barnafjölskyldur fyrstu ár ævinnar með það að markmiði að auka þjónustu við þennan hóp.

Ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kafli

Börn

Framvinda

Vinnuhópur um innleiðingu verkefnis, sem miðar að því að koma á stuðningi og þjónustu við foreldra/forsjáraðila um uppeldi barna í samstarfi við leik og og grunnskóla hefur unnið hörfðum höndum síðustu mánuði.  Jafnframt er fundað mánaðarlega með þeim rúmlega 40 leik- og grunnskólum sem hafa boðið sig fram til þátttöku í verkefninu. Tímalína fyrir innleiðingu verkefnisins liggur nú fyrir og er stefnt að undirritun formlegs samstarfssamning við erlenda sérfræðinga á næstu vikum. Fyrirhugað er að þýðingum og upptökum á fræðsluefninu verði lokið í febrúar og fyrstu þjálfanir leik/grunnskólastarfsmanna sem munu leiða verkefnið innan sinna skóla verði lokið í vor.  Fyrstu námskeið fyrir foreldra í leik og grunnskólum hefjast næsta haust við upphaf skólaárs.  Samhliða verkefninu verður unnin rannsókn á innleiðingu þess og árangri til að hægt verði að leggja mat á næstu skref í kjölfar fyrsta innleiðingafasa.  Áhersla verður á að meta einnig kostnaðarábata vegna verkefnisins fyrir samfélagið allt.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum