Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Lögð verður áhersla á frjáls og opin alþjóðaviðskipti og greiðan aðgang íslensks atvinnulífs að erlendum mörkuðum. Haldið verður áfram að afnema viðskiptahindranir og horft til þess að fjölga fríverslunarsamningum, bæði tvíhliða og í samvinnu við önnur EFTA-ríki.

Ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Fríverslunarsamningaviðræður eru í gangi með Taílandi, Indlandi, Singapúr, og Víetnam á vettvangi EFTA. Viðræðum EFTA með Moldovu er lokið og var fríverslunarsamningurinn undirritaður á ráðherrafundi EFTA í júní 2023. Samkomulag náðist milli EFTA og Síle í janúar 2024 um uppfærslu fríverslunarsamnings og viðræður við Úkraínu um uppfærslu fríverslunarsamnings munu hefjast í apríl 2024. Efnahagssamráð við Bandaríkin fer fram í Portland í apríl 2024 og samráð milli EFTA og viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna fór fram í Washington í desember 2023. Stefnt er að halda í vor fund sameiginlegrar nefndar Kína og Íslands á grundvelli fríverslunarsamnings ríkjanna. Fastafulltrúi Íslands gagnvart WTO leiðir viðræður um ríkisstyrki í sjávarútvegi og stefnt á að ná niðurstöðu fyrir ráðherrafund WTO í febrúar 2024. Áfram er unnið að gerð loftferðasamninga og tvísköttunarsamninga. 

Staða verkefnis

Hafið

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum