Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Unnið verði að því að jafna örorkubyrði lífeyrissjóða og tryggja jafnræði réttinda gagnvart almannatryggingum.

Ráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kafli

Lífeyrismál

Framvinda

Unnið hefur verið að verkefninu í gegnum vinnuferli sem fellur undir endurmat útgjalda á örorkukerfinu. Fyrir liggur skýrsla þar sem greining á málinu hefur farið fram. Fyrirhugað er að í tengslum við heildarendurskoðun á örkulífeyriskerfinu sem er yfirstandandi verði metnir valkosti til að hverfa frá beinni aðkomu ríkisins að jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóða og byggja hana frekar inn í lífeyrissjóðakerfið og þá í samhengi við annað misvægi, einkum vegna mismunandi lífaldurs sjóðsfélaga.
Landssamtök lífeyrissjóða hafa tilnefnt fulltrúa í starfshóp með ráðuneytum þar sem fjallað verður um:
- að samræma viðmið til örorkumats almannatrygginga og lífeyrissjóða
- að samþætta örorkutryggingavernd beggja kerfanna
- að finna varanlega lausn á víxlverkunum milli almannatrygginga og greiðslna lífeyrissjóða
- að ráðstafa með markvissari hætti fjármunum sem runnið hafa úr ríkissjóði til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða til að ná þeim árangri sem að er stefnt.
Vinna hópsins hefst þegar fyrir liggja væntanleg gögn frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um ávinning af kerfisbreytingunum. Talnakönnun vinnur einnig fyrir ráðuneytin að mati á áhrifum á lífeyrissjóðanna af afnámi jöfnunarframlagsins og er að meta hver áhrifin eru af kerfisbreytingum örorkukerfisins á örorkugreiðslur úr lífeyrissjóðum. Þeirri greiningu verður skilað fyrir febrúarlok.

Staða verkefnis

Hafið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum