Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Meta þarf mönnunarþörf til lengri tíma í heilbrigðis- og menntakerfinu og skoða í því samhengi hvort breyta þurfi starfsumhverfi og fyrirkomulagi grunnmenntunar til að mæta vaxandi þörf til framtíðar, m.a. með hliðsjón af aðstæðum í dreifðum byggðum.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Menntamál

Framvinda

Skóflustunga að nýju húsi heilbrigðisvísinda var tekin í júlí en það mun gjörbylta aðstöðu til kennslu og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Samkomulag um fjárveitingu til undirbúnings og uppbyggingar nýs færni- og hermiseturs við Háskólann á Akureyri var undirritað í janúar 2024. Fjárveitingin nemur 200 milljónum króna og styður við markmið skólans um fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði. Stefnt er að því að færni- og hermisetrið taki til starfa 2026. Þá hlaut verkefni sem miðar að því að bæta nýtingu námsplássa í hjúkrunarfræði og minnka brottfall úr starfi að hjúkrunarfræðinámi loknu styrk úr Samstarfi háskóla í janúar. Í desember 2023 var undirritað samkomulag við Háskóla Íslands um fjárveitingu til sóknar í  heilbrigðisvísindum, félagsráðgjöf og STEM-greinum. Áætlað er að fjölga nemendum í læknisfræði úr 60 í 75 árið 2024 og svo upp í 90 nemendur í áföngum til ársins 2028. Jafnframt er stefnt að fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði úr 120 í 150 frá og með haustinu 2025. Þar að auki verði boðið upp á nýtt diplómanám í vímuefnaráðgjöf frá og með næsta skólaári. Alls verður 250 m.kr. ráðstafað í eflingu heilbrigðisvísindasviðs í þessu skyni og 54 m.kr. í fjölgun nemenda til starfsréttinda í félagsráðgjöf úr 40 í 60 haustið 2024. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum