Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Stutt verður við þekkingarmiðstöðvar, rannsóknarsetur á landsbyggðinni, náttúrustofur og fjarheilbrigðisþjónustu í smærri byggðalögum.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Byggðamál

Framvinda

Málefni nýsköpunarsjóðsins Kríu munu koma til kasta Alþingis á vorþingi, t.a.m. horfa til aukins frumkvöðlastarfs á landsbyggðinni við ákvarðantöku um fjármögnun. Nýir samningar við Fablab eru á lokametrunum. Tilbúin eru drög að nýjum samningum við átta Þekkingarsetur á landsbyggðinni þar sem áhersla er lögð á hlutverk þeirra á sviðum háskólaþjónustu, nýsköpunar-, frumkvöðla- og rannsóknastarfsemi. Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands starfrækir 11 rannsóknarsetur á landsbyggðinni og er nýjast þeirra Hulda – náttúruhugvísindasetur við Mývatn.  Til skoðunar eru nýlegar hugmyndir um eflingu þekkingarstarfsemi við Breiðafjörð með að markmiði að styðja við atvinnuþróun og nýsköpun við Breiðafjörð.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum