Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Mikilvægt er að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, s.s. í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Landbúnaður

Framvinda

Verkefni LbhÍ á sviði jarðræktar hafa aukist mikið undanfarin ár og gert er ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram. Fyrirliggjandi er aðgerðaáætlun um aukna kornrækt. Kynbótastarf og rannsóknir eru lykilatriði til að efla kornrækt á Íslandi, sérstaklega til að auka gæði og framleiðslu á hveiti og höfrum. Til að sinna kynbótum, rannsóknum, þróun og kennslu í kornrækt er mikilvægt að klára uppbyggingu Jarðræktarmiðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Hvanneyri. LbhÍ er í víðtæku samstarfi við m.a. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) og ýmis frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni t.d. Orkideu. Í skýrslunni Bleikir akrar – aðgerðaráætlun um aukna kornrækt kemur fram að „Kynbótastarf og rannsóknir eru lykilatriði til að efla kornrækt á Íslandi. Forsenda árangurs í þessu verkefni er bygging jarðræktarmiðstöðvar og gróðurhúss á Hvanneyri og að því er unnið.
 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum