Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Efla þarf enn frekar samstarf ríkis og sveitarfélaga á sviðum loftslags- og umhverfismála þar sem þau gegna lykilhlutverki, s.s. í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, á sviði fráveitumála, mengunarvarna, vatnsverndar, náttúruverndar og verndunar líffræðilegs fjölbreytileika. Samþætta þarf betur skipulagsáætlanir sveitarfélaga og svæðisskipulagsstefnu til að ná betri nýtingu á innviðum og þjónustu, styðja við loftslagsmarkmið, fá betri sýn yfir framboð á lóðum og húsnæði og styðja við stjórnsýslu skipulagsmála.

Ráðuneyti

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kafli

Sveitarfélög

Framvinda

Ráðuneytið hefur gert viðaukasamning við öll landshlutasamtök sveitarfélaga varðandi verkefni á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Jafnframt hefur ráðuneytið verið með samninga við Samband íslenska sveitarfélaga og gert er ráð fyrir nýjum samstarfssamningi á árinu 2024.

Staða verkefnis

Hafið

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum