Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að efla og þróa samstarf á vettvangi velsældarríkja þar sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru leiðarljós.  Áhersla verður lögð á að Ísland verið meðal forysturíkja í þróun og eftirfylgni velsældarmælikvarða sem treysti stöðu landsins sem velsældarhagkerfis.

Ráðuneyti

Forsætisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Ríkisstjórnin hefur á undanförnum árum sett áherslur um aukna hagsæld og lífsgæði almennings í forgang við stefnumótun. Skilgreindir voru 40 mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði, oft nefndir velsældarvísar, sem mæla félagslega, umhverfislega og efnahagslega þætti. Slíkir mælikvarðar auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Hagstofa Íslands heldur utan um vísasafnið og uppfærir reglulega. Í lok árs 2023 hafði Hagstofan uppfært mælingar 35 mælikvarða af 40. Uppfærðir mælikvarðar sem byggja á félagslegum og efnahagslegum mælingum sýna niðurstöður frá árunum 2021 og 2022. Nýjustu niðurstöður í flokki umhverfislegra mælikvarða eru hins vegar allar frá árunum 2020 og 2021. Við undirbúning fjármálaáætlunar undanfarin ár hefur verið lagt upp með að ráðuneyti hafi velsældaráherslurnar til hliðsjónar við framsetningu helstu áherslumála, að fjallað sé um tengingu hvers málefnasviðs við velsældaráherslur og að þær séu í forgangi við mótun markmiða ásamt áherslum í stjórnarsáttmála. Þannig hefur verið fjallað um velsældaráherslur í greinargerðum fyrir a.m.k. 30 af 35 málefnasviðum. Að auki hefur verið fjallað um áherslurnar í rammagreinum í fjármálaáætlun þar sem m.a. hefur verið gerð grein fyrir stöðu velsældarvísa og dregið fram hvernig ráðstafanir í fjármálaáætlun styðja við velsældaráherslur. Tækifæri eru til að styrkja tengingu velsældarvísa við áætlanagerð fyrir fjármálaáætlun, bæði hvað varðar forgangsröðun útgjaldamála og við stefnumótun málefnasviða. Ríkisstjórnin samþykkti í september 2023 tillögu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra um skipun starfshóps um gerð tillagna að markvissari innleiðingu velsældaráherslna ríkisstjórnarinnar í fjárlagaferlið. Hópurinn vinnur að tillögum að skipulagi og breytingum sem verða innleidd á næstu misserum en einnig að markvissari tengingu velsældaráherslna við gerð fjármálaáætlunar 2025-2029.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum