Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Unnið verður markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Stafrænar umbreytingar

Framvinda

Staða aðgerða í aðgerðaáætlun stjórnvalda um netöryggi er eftirfarandi. 15 aðgerðir í undirbúningi, 36 í vinnslu og 14 lokið og 1 hætt við. Eftirfarandi aðgerðum er lokið frá júní 2023:
- Skilgreina og innleiða öryggisflokkun gagna ríkisins (fjármála- og efnahagsráðuneyti)
- Skipuleggja netöryggismánuðinn 2023 (háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti)
- Halda netöryggiskeppni Íslands 2023 / Gagnaglíman (háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti)
- Framkvæma netöryggisúttekt á völdum stofnunum (háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti)
- Skipuleggja vefráðstefnu um netöryggi hlutanetatækja (háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti)
- Verklag við upplýsingamiðlun (utanríkisráðuneyti)
- Styrkja alþjóðlegar tengingar (utanríkisráðuneyti)
- Halda æfingu með Hybrid CoE í samstarfi við lykilaðila innanlands (utanríkisráðuneyti)
- Aðild að öndveissetri Atlantshafsbandalagsins um netvarnir (NATO CCD COE)(utanríkisráðuneyti)
Reglugerð um nýtt netöryggisráð hefur verið samþykkt og reiknað með að skipað verði í það í mars.
Stefnt er að samstarfsvettvangur atvinnulífs og hins opinbera verði settur á laggirnar af háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti í apríl.
Unnið er að stofnviðburði hjá Eyvör NCC-IS og er hann fyrirhugaður í byrjun apríl. Þá er einnig unnið að reglum varðandi styrki á vegum Eyvarar NCC-IS og fyrirhugað er að fyrstu auglýsingar verði í ágúst samhliða styrkumsóknum í Tækniþróunarsjóð.
Búið er að áætla gróflega fjárþörf vegna NIS2 og unnið er að gerð frumvarps til nýrra netöryggislaga NIS2. Drög komin að ákvörðun sameiginlegrar nefndar EES og gert er ráð fyrir að NIS2 tilskipunin verði tekin upp í EES samninginn á fyrri hluta þessa árs.
Leitað hefur verið leiða til að bregðast við mikilli aukningu á tilraunum til netsvika og hefur aðgerð þess efnis verið bætt á aðgerðaáætlun netöryggismála. Meðal þess sem þar er til skoðunar er enn skilvirkari niðurtekt svikasíðna og hvaða lagabreytinga sé þörf til að fækka megi svikasímtölum og SMS skilaboðum.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum