Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Unnið verður að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni. Stuðlað verður að nýsköpun og ýtt undir samstarf opinberra aðila og einkaaðila á sviði tæknilausna. Fjarheilbrigðisþjónusta verður sérstaklega efld.

Ráðuneyti

Heilbrigðisráðuneytið

Kafli

Heilbrigðismál

Framvinda

Aukin áhersla á fjarheilbrigðisþjónustu kallar á frekari uppbyggingu nauðsynlegra innviða, meðal annars er unnið að sameiningu ákveðinna gagnagrunna í sjúkraskrárkerfinu.
Stefnt er að framlagningu frumvarps með skilgreiningum á fjarheilbrigðisþjónustu á Alþingi í febrúar 2024.  Unnið er að endurskoðun stefnu ráðuneytisins um stafræna heilbrigðisþjónustu og er stefnt að því að ný stefna taki gildi í mars 2024.
 

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum