Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Afkoma ellilífeyrisþega verður áfram bætt og sérstaklega litið til þeirra sem lakast standa. Almannatryggingakerfi eldri borgara verður endurmetið og frítekjumark atvinnutekna tvöfaldað um næstu áramót. Horfa þarf til þess að draga úr jaðaráhrifum tekjutenginga og tekjuskatts í almannatryggingum og gera kerfið gagnsærra og réttlátara.

Ráðuneyti

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kafli

Eldra fólk

Framvinda

Félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði vinnuhóp með fulltrúum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, innviðaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti sem var falið að yfirfara fyrirliggjandi tillögur á málefnasviðum ráðuneytanna er varða afkomu, atvinnuþátttöku og húsnæðismál eldra fólks og vinna nýjar tillögur eftir þörfum í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála. Starfshópurinn mun skila ráðherra tillögum í mars 2024.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum