Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað: skólastarf á neyðarstigi almannavarna

Uppfært 23. mars 2020

Polski English

Hér er leitast við að svara algengum spurningum um skólastarf, nú þegar í gildi eru takmarkanir á skólahaldi. Síða þessi verður uppfærð eins ört og kostur er. 

Sjá einnig: 

Leikskólar

Sveitastjórnir og leikskólastjórnendur vinna nú að breytingum á vinnulagi, með það að markmiði að lágmarka áhrif þessa á leikskólabörn. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er leikskólum heimilt að halda uppi leikskólastarfi, en áhersla er lögð á að börn séu í sem minnstu hópum og aðskilin eins og kostur er. Jafnframt skulu gerðar ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag.

Ákvörðun um starfsfyrirkomulag leikskóla fer eftir aðstæðum á hverjum stað og er tekin af sveitarstjórnum með tilliti til aðstæðna hverju sinni og fyrirmæla almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis.

Upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds leikskóla veita skólastjórnendur í hverjum skóla.
Ef barnið þitt sýnir engin merki um veikindi má barnið mæta í leikskólann. Hins vegar er brýnt að börn mæti ekki í leikskólann ef þau sýna einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirusmits, s.s. hósta, hita, bein- og vöðvaverki eða þreytu.

Leikskólar starfa eftir uppfærðum viðbragðsáætlunum, sem hafa það að meginmarkmiði að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með ábendingum sveitarfélaga um skipulag skólahalds.
Ef vafi er um hvort barn eigi að vera í sóttkví, t.d. vegna ferðalaga erlendis eða umgengni við smitaða, er mikilvægt að fá ráðgjöf frá heilsugæslunni, í vaktsíma 1700, eða gegnum vefinn heilsuvera.is, áður en nemandi fer í skólann.
Menntamálayfirvöld hvetja til þess að nauðsynleg þjónusta verði veitt öllum börnum sem þurfa viðbótarstuðning. Ákvörðun þar um er hins vegar tekin af sveitarstjórnum og skólastjórnendum á hverjum stað, með tilliti til aðstæðna hverju sinni og fyrirmæla almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis.
Takmörkun á skólastarfi gildir frá 16. mars og til 13. apríl. Yfirvöld endurmeta þörf á takmörkun skólastarfs eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistímann.
Með því að fylgja fyrirmælum skóla eins vel og þér er frekast unnt og sýna sveigjanleika eftir aðstæðum. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með og lesa vandlega skilaboð sem berast frá skólum.

Sjá einnig gagnlegt efni um áhyggjur og kvíða á upplýsingavefnum covid.is.

Viðmiðið um 20 manns byggir á hertum aðgerðum vegna samkomubanns en um takmarkanir á skólahaldi er fjallað í sérstakri auglýsingu heilbrigðisráðherra. Efni auglýsinganna og þær takmarkanir sem settar eru fram byggja á tillögu sóttvarnarlæknis.

Leikskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Jafnframt skulu gerðar ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag.


Sveitarstjórnir bera ábyrgð á framkvæmd og útfærslu skólahalds í leikskólum samkvæmt fyrirmælum auglýsingarinnar. Unnið er að samræmdum áætlunum grunn- og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Lítið er um að börn og ungmenni fái alvarleg einkenni vegna COVID-19 og þau verða sjaldnar alvarlega veik en fullorðnir. Eldri nemendur eru einnig í betri aðstöðu til þess að sinna fjarnámi en yngri nemendur. Skólarnir eru samfélagslega mikilvægir og brýnt að nemendur hafi tækifæri til þess að sinna sínu námi, þó námsfyrirkomulagið kunni á breytast tímabundið.

Grunnskólar

Sveitastjórnir og grunnskólastjórnendur vinna nú að breytingum á vinnulagi, með það að markmiði að lágmarka áhrif þessa á grunnskólabörn. Grunnskólar mega halda uppi skólastarfi ef nemendur í hverri skólastofu eru ekki fleiri en 20. Þá skal tryggt að nemendur blandist ekki milli hópa, s.s. í mötuneyti eða frímínútum. Jafnframt verður að gera ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar daglega.

Ákvörðun um starfsfyrirkomulag er tekin í hverju sveitarfélagi fyrir sig, sem annast reksturs grunnskólanna. Sveitarstjórnir munu taka mið af aðstæðum og fyrirmælum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis. Unnið er að samræmdum áætlunum grunnskóla eins og kostur er. Upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds veita skólastjórnendur í hverjum skóla.
Ef nemandi sýnir engin merki um veikindi á viðkomandi að mæta í skólann. Engin breyting hefur verið gerð á skólaskyldu barna á grunnskólaaldri. Hins vegar er brýnt að nemendur mæti ekki í skólann ef þeir sýna einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirusmits, s.s. hita, hósta, bein- og vöðvaverki eða þreytu. Áréttað er mikilvægi þess að fylgjast með tilmælum sóttvarnarlæknis á vef landlæknisembættisins. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með ábendingum sveitarfélaga um skipulag skólahalds.

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Þar eru settar fram skýrar upplýsingar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.
Ef vafi er um hvort nemandi eigi að vera í sóttkví, t.d. vegna ferðalaga erlendis eða umgengni við smitaða, er mikilvægt að fá ráðgjöf frá heilsugæslunni, í vaktsíma 1700, eða gegnum vefinn heilsuvera.is, áður en barn fer í skólann.

Hver skóli skipuleggur skólastarfið með sínum hætti, þar sem tekið er mið af aðstæðum. Upplýsingar um fyrirkomulag skólahalds veita fræðsluyfirvöld í hverju sveitarfélagi og skólastjórnendur í hverjum skóla.
Í auglýsingu um takmörkun á skólastarfi er ekki vísað til viðmiðsins um tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Í skólastofum skal hins vegar leitast við að lágmarka snertingu milli einstaklinga og hafa eins og rúm og kostur er um hvern nemanda í stofunni. 
Menntamálayfirvöld hvetja til þess að nauðsynleg þjónusta verði veitt nemendum sem þurfa viðbótarstuðning. Ákvörðun um þjónustu er tekin af sveitarstjórnum og skólastjórnendum á hverjum stað, með tilliti til aðstæðna hverju sinni og fyrirmæla stjórnvalda.
Aldur barna og aðstæður ráða mestu um þátttöku foreldra, en hver skóli skipuleggur nám sinna nemenda, bæði í skóla og heimavinnu og upplýsir forráðamenn um þeirra hlutverk. Hver skóli gefur upplýsingar til foreldra og nemenda varðandi nám eða kennslu eða aðra starfsemi.
Með því að fylgja fyrirmælum stjórnvalda, sveitarstjórnar og skóla eins vel og þér er frekast unnt. Nemendur og aðstandendur eru hvattir til að fylgjast vel með, lesa vandlega skilaboð sem berast frá skólum.

Gagnlegar upplýsingar um áhyggjur og kvíða má nálgast á vefnum covid.is.
Skólastarf mun halda áfram, þótt kennsluaðferðir og námsmat geti að hluta orðið með öðrum hætti en ella væri. Hver skóli útfærir framkvæmd náms, námsmats og námsloka og veitir nauðsynlegar upplýsingar.
Viðmiðið um 20 manns byggir á hertum aðgerðum vegna samkomubanns en um takmarkanir á skólahaldi er fjallað í sérstakri auglýsingu heilbrigðisráðherra. Efni auglýsinganna og þær takmarkanir sem settar eru fram byggja á tillögu sóttvarnarlæknis.
Lítið er um að börn og ungmenni fái alvarleg einkenni vegna COVID-19 og þau verða sjaldnar alvarlega veik en fullorðnir. Eldri nemendur eru einnig í betri aðstöðu til þess að sinna fjarnámi en yngri nemendur. Skólarnir eru samfélagslega mikilvægir og brýnt að nemendur hafi tækifæri til þess að sinna sínu námi, þó námsfyrirkomulagið kunni á breytast tímabundið.
Takmörkun á skólastarfi gildir frá 16. mars og til 13. apríl. Yfirvöld endurmeta þörf á takmörkun skólastarfs eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistímann.

Framhaldsskólar

Í slíkum tilfellum er heppilegast að nemandi hafi samband við kennara sem þá leitar lausna í samráði við skólastjórnendur í viðkomandi skóla. 
Námið heldur áfram, en með breyttum hætti samkvæmt áætlunum hvers skóla fyrir sig. Skólarnir skipuleggja fjarkennslu og heimanám, en nemendur í starfsþjálfun á vinnustað hlýða fyrirmælum vinnuveitanda.
Hver skóli veitir upplýsingar um aðila sem nemendur og forráðamenn geta haft samband við varðandi nám eða andlega líðan. Náms- og starfsráðgjafar í skólunum eru að störfum, þótt fyrirkomulag skólahalds hafi breyst tímabundið.
Hver skóli og fræðsluaðili útfærir framkvæmd náms, námsmats og námsloka og er þér bent á að skoða heimasíðu viðkomandi skóla/fræðsluaðila.

Háskólar

Háskólum er lokað en þeir veita fjarkennslu í samræmi við viðbragðsáætlanir sínar sem eru uppfærðar reglulega og finna má á vefsvæðum skólanna. Verklegri kennslu er frestað þar til samkomubanni lýkur.
Skólum er lokað fyrir nemendum. Að öðru leyti er bent á viðbragðsáætlanir á vefsvæðum háskólanna.
Skólastarf í háskólum heldur áfram, þrátt fyrir breytingu á tilhögun kennsluaðferða og námsmats. Aðstæður eiga því ekki að hafa áhrif annarlok og útskriftir.
Félagsstarf á vegum nemendafélaga skal taka mið af því að samkomubann gildir um allar samkomur, þar sem fleiri en 100 einstaklingar koma saman. Nemendafélög fari eftir 2ja metra nálægðartakmörkunum, kjósa þau að standa fyrir samkomum.
Viðburðir á vegum háskólanna falla niður. Nánari upplýsingar eru veittar í hverjum skóla fyrir sig.
Hver háskóli veitir upplýsingar um aðila sem nemendur geta haft samband við varðandi nám eða andlega líðan. Náms- og starfsráðgjafar í skólunum eru að störfum, þótt fyrirkomulag skólahalds hafi breyst tímabundið.
Stjórn LÍN hefur þegar samþykkt heimild fyrir sjóðinn til að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en vottorðum um loknar einingar.
Stjórn LÍN hefur þegar samþykkt heimild fyrir sjóðinn til að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en prófvottorðum um loknar einingar. Óski námsmaður þess verður tekið mið af umsóttum einingafjölda námsmanns í samræmi við lánsáætlun hans fyrir önnina.
Sjóðurinn mun skoða það í samvinnu við skóla og óski námsmaður þess verður tekið mið af umsóttum einingafjölda námsmanns í samræmi við lánsáætlun hans fyrir önnina.
Já, námsmenn geta sótt um auka ferðalán vegna aðstæðna sem upp koma hjá námsmönnum erlendis vegna veirunnar.

Framhalds- og fullorðinsfræðsla

Samkvæmt 5. gr. auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi nr. 216/2020 er auk háskóla og framhaldsskóla, menntastofnunum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og íþróttastarfi lokað. 

Þetta er túlkað þannig að ofangreindir staðir sem sinna nemendum á framhaldsskóla- og háskólastigi séu lokaðir fyrir nemendum en starfsfólk megi ganga til starfa sinna að teknu tilliti til reglna sem fram koma í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 217/2020, þ.m.t. nálægðartakmarka sem kom fram í 4. gr. auglýsingarinnar

Samkvæmt framansögðu fer engin kennsla fram óháð hópastærðum. Jafnframt er það áréttað að þessi lokun fyrir nemendur í framhaldsskólum og háskólum tekur til skólahalds með nemendum á framhaldsskóla- og háskólaaldri.

Gert er ráð fyrir að einungis sé sótt um undanþágur í undantekningartilfellum. Þær skal senda til heilbrigðisráðherra.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira