Hoppa yfir valmynd

Umhverfissjóður sjókvíaeldis - stjórn 2014-2018

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Umhverfissjóður sjókvíaeldis lýtur fjögurra manna stjórn sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn skv. lögum nr. 71/2008. Einn stjórnarmaður skal skipaður samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu  ráðherra sem fer með umhverfismál. Ráðherra skal skipa formann sjóðsins án tilnefningar og skal atkvæði hans ráða úrslitum ef atkvæði falla jafnt. Varamenn skal skipa með sama hætti.

Stjórn Umhverfissjóðs sjókvíaeldis hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög þessi og reglugerð setta samkvæmt þeim. Verkefni stjórnar eru að: a) skila ársreikningum og reglulegu yfirliti um starfsemi sjóðsins til ráðherra, b) taka ákvarðanir um forgangsröðun verkefna og greiðslur úr sjóðnum, c) taka ákvarðanir um ávöxtun eigin fjár, d) tryggja að upplýsingar og gögn sem unnin eru á vegum sjóðsins séu aðgengileg.

Í stjórninni eiga sæti:

Aðalmenn: 

  • Ásta Einarsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar
  • Þorgils Torfi Jónsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga 
  • Sesselja Bjarnadóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 
  • Einar Kristinn Guðfinnsson, tilnefndur af Landssambandi fiskeldisstöðva

Varamenn: 

  • Annas Jón Sigmundsson, skipaður varaformaður án tilnefningar 
  • Jón Benediktsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga 
  • Hafsteinn Pálsson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 
  • Heiðdís Smáradóttir, tilnefnd af Landssambandi fiskeldisstöðva.
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira