Starfshópur um þá þjónustuþætti sem heyra undir Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Hlutverk starfshópsins er að fara yfir þjónustu við einstaklinga með heyrnarskerðingu og talmein með það að markmiði að þjónustan megi verða sem best. Ætlunin er að hópurinn skoði verkefni og hlutverk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands með hliðsjón af verkefnum annarra aðila sem veita heyrnarskertum einstaklingum og þeim sem glíma við talmein þjónustu. Að yfirferð lokinni skal starfshópurinn leggja fram tillögur til heilbrigðisráðherra um framtíðarskipulag á þjónustu við heyrnarskerta og þá sem glíma við talmein.

Starfshópinn skipa

 • Ingibjörg Sveinsdóttir, án tilnefningar, formaður
 • Guðlín Steinsdóttir, án tilnefningar
 • Júlíana Hansdóttir Aspelund, tiln. af Sjúkratryggingum Íslands
 • Leifur Bárðarson, tiln. af Embætti Landlæknis
 • Ingibjörg Hinriksdóttir,  tiln. af Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
 • Þóra Másdóttir, tiln. af Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
 • Nathaniel Munice, tiln. af Félagi heyrnarlausra
 • Arnar Þór Guðjónsson, tiln. af Landspítala
 • Þóra Sæunn Úlfsdóttir, tiln. af Málefli
 • Ingólfur Már Magnússon, tiln. af Heyrnarhjálp
 • Kristbjörg Pálsdóttir, tiln. af Félagi heyrnarfræðinga

Starfsmaður hópsins er Sigríður Jakobínudóttir.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 15. ágúst 2017. Stefnt er að því að starfshópurinn ljúki störfum um miðjan október 2017.

Tegund

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn