Hoppa yfir valmynd

Táknmálsgrein

Markmið laga um barnvernd er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Skal það gert með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Barnaverndaryfirvöld skulu leitast við að hafa góða samvinnu við börn og foreldra sem þau hafa afskipti af.

Grunnþjónustan fer fram hjá barnaverndarnefndum sveitarfélaga. Barnaverndarnefndir hafa eftirlit með aðbúnaði, hátterni og uppeldisskilyrðum barna og meta þarfir þeirra barna sem ætla megi að þurfi á úrræðum laganna að halda. 

Sá sem er ósáttur við ákvarðanir barnaverndarnefndar getur skotið þeim til kærunefndar barnaverndarmála.

Þegar barnaverndarnefnd telur nauðsyn á að gera mjög alvarlegar ráðstafanir í lífi barns, svo sem að svipta foreldra forsjá þess, fer slíkt mál fyrir dómstóla.

Barnaverndarstofa er ríkisstofnun sem vinnur að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs á landinu. 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira