Hoppa yfir valmynd
27. janúar 1996 Matvælaráðuneytið

Átak til atvinnusköpunar

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 2/1996




Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Iðntæknistofnun hafa undirritað samning um Átak til atvinnusköpunar. Því er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlað að styðja við atvinnuskapandi verkefni á vegum fyrirtækja og einstaklinga en um leið eru stuðningsaðgerðir þeirra sem að því standa samræmdar og með því reynt eins og kostur er að nýta til fullnustu það fé sem til verkefnanna fer. Undir Átak til atvinnusköpunar fellur fjöldi verkefna, bæði verkefni sem byggja á reynslu en einnig ný verkefni sem ekki hafa áður verið reynd hér á landi. Meðal þekktra verkefna má nefna, Vöruþróun, Snjallræði og Frumkvæði/framkvæmd en meðal þeirra nýju verkefna sem nú er ráðist í er Innflutningur fyrirtækja, Rauði þráðurinn (Startlínan), Evrópumiðstöð lítilla og meðalstórra fyrirtækja, Frumkvöðlastuðningur ofl.

Hlutverk - markmið:
Hlutverk Átaksins er að tryggja markvissan og skilvirkan stuðning við íslensk, lítil og meðalstór fyrirtæki. Einnig frumkvöðla sem starfa í eigin nafni. Markmiðið er að efla frjóa hugsun, auka atvinnu og sköpun verðmæta og bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og frumkvöðla. Einnig að tryggja hámarksnýtingu þess fjár sem til slíkra verkefna er varið af hálfu þeirra sem að Átakinu standa.

Aðferðir - framkvæmd:
Sérstök stjórn Átaks til atvinnusköpunar fjallar um umsóknir vegna einstakra verkefna og er ábyrg gagnvart fjármögnunaraðilum, en framkvæmd Átaksins er í öllum aðalatriðum í höndum Iðntæknistofnunar samkvæmt sérstökum samningi.

Samstarfsaðilar:
Meðal þeirra sem koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti, auk ofangreindra, eru Fjárfestingaskrifstofa viðskiptaráðuneytis og Útflutningsráðs, Byggðastofnun, atvinnuráðgjafar um allt land og fleiri.

Stjórn:
Stjórn Átaksins er þannig skipuð: Árni Magnússon aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra er formaður en aðrir í stjórn eruÖrn Gústafsson fyrir Iðnlánasjóð, Snorri Pétursson fyrir Iðnþróunarsjóð, Helgi Magnússon fyrir hönd Samtaka iðnaðarins og Rúnar Bachman fyrir hönd Alþýðusambandsins. Ritari stjórnar er Sveinn Þorgrímsson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.

Reykjavík, 27. janúar 1996.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum