Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 1998 Innviðaráðuneytið

Faghópar ráðuneyta

Komið hefur verið upp föstum farvegi innan hvers ráðuneytis fyrir þróun upplýsingasamfélagsins. Slíkur farvegur er nauðsynlegur til þess að tryggja að stefna ríkisstjórnarinnar verði útfærð á vettvangi hvers ráðuneytis, endurskoðun hennar verði reglubundin og henni verði fylgt eftir á framkvæmdastig.

Innan ráðuneyta eru starfandi faghópar sem hafa eftirfarandi verksvið:

  • Útfæra stefnu ríkisstjórnar um upplýsingasamfélagið
  • Gerð framkvæmdaáætlana fyrir verkefni á sviði upplýsingatækni
  • Tillögugerð vegna fjárlagavinnu
  • Faglegt eftirlit með framkvæmd stefnunnar
  • Samráð við hagsmunaaðila

Menntamálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti hafa þegar mótað stefnu í upplýsingamálum. Faghópar ráðuneyta vinna nú m.a. að því að útfæra stefnu ríkisstjórnar á vettvangi hvers ráðuneytis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum