Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 1998 Dómsmálaráðuneytið

Starfshópur um notkun farsíma við akstur hefur lokið störfum og skilað ráðherra skýrslu

Fréttatilkynning

Starfshópur sem dómsmálaráðherra skipaði 15. júní 1998, um notkun farsíma við akstur, hefur lokið störfum og skilað ráðherra skýrslu. Í skýrslunni er gerð grein fyrir aðdraganda skipunar starfshópsins, áhrif farsímanotkunar á slysatíðni í umferðinni og innlendum og erlendum rannsóknum á farsímanotkun ökumanna. Þá kynnti starfshópurinn sér lagastöðuna í öðrum löndum og kemur m.a. fram í skýrslunni að aðeins er í fáum löndum bein lagaákvæði sem fjalla um notkun farsíma við akstur, en í nokkrum löndum er fyrirhugað að setja slík ákvæði í lög. Ennfremur er í skýrslunni gerð grein fyrir þeim tæknibúnaði sem völ er á hér á landi vegna handfrjálsrar notkunar farsíma. Að lokum kemur fram mat starfshópsins og tillögur og eru þær síðan teknar saman í lokakafla skýrslunnar.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 25. nóvember 1998.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum