Hoppa yfir valmynd
1. október 1999 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla íslenskra stjórnvalda vegna skýrslu Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu

FRÉTTATILKYNNING

Eftir heimsókn Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu til Íslands dagana 29. mars – 6. apríl 1998, sendi nefndin skýrslu til íslenskra stjórnvalda og æskti þess að henni yrðu veitt svör vegna þeirra tillagna, athugasemda og fyrirspurna sem fram komu í skýrslunni.

Af hálfu íslenska ríkisins sendi dómsmálaráðherra nefndinni svarskýrslu í júlí sl., og gerði grein fyrir svörum, upplýsingum og athugasemdum íslenskra stjórnvalda varðandi þau álitaefni, sem fram höfðu komið.

Í samráði við framangreinda Evrópunefnd hefur verið ákveðið að gera skýrsluna opinbera í dag.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. september 1999.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum