Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 02/1998

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 02







Enn hefur ekki tekist að greina orsakir smitandi hitasóttar sem komin er upp í hrossum hér á landi. Fyrstu niðurstöður benda þó til þess að ekki sé um hestainflúensu að ræða.
Veikin er enn að breiðast út á suðvesturhluta landsins en ekki er vitað til þess að hún hafi borist í aðra landshluta.
Starfandi landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð sem bannar allan flutning hrossa milli landshluta, lögbýla og hesthúsa. Eigendum og umráðamönnum hrossa er skylt að gæta ítrasta hreinlætis við hirðingu og forðast allan umgang við hross í öðrum húsum.
Þess er vænst að með þessum aðgerðum takist að hefta frekari úbreiðslu sjúkdómsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum