Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 07/1998

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 07/1998



Um smitandi hitasótt í hrossum

Landbúnaðarráðherra hefur í dag, að tillögu Yfirdýralæknis gefið út reglugerð þar sem felldar eru úr gildi varnir gegn útbreiðslu á smitandi hitasótt í hrossum. Þar með er horfið frá því að skipta landinu upp í sýkt og ósýkt svæði.

Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli þess að smitandi hitasótt í hrossum hefur nú borist norður í Skagafjörð og þar með yfir þann helsta náttúrulega þröskuld sem vonast var til að gæti takmarkað útbreiðslu hennar.

Í ljósi reynslu af útbreiðslu veikinnar á Suður- og Vesturlandi, eru yfirgnæfandi líkur taldar á að smitefni hafi nú þegar borist víða um Norðurland og jafnframt að það muni með tímanum berast um allt landið.

Yfirdýralæknir varar engu að síður hrossaeigendur eindregið við því að flýta fyrir útbreiðslu veikinnar og hvetur þá til þess að forðast samgang við bæi þar sem veikin kann að vera til staðar.

Hrossaeigendur eru ennfremur hvattir til að auka eftirlit með hrossum sínum og kalla til dýralækni ef vart verður við alvarleg sjúkdómseinkenni, s.s. hrossasótt, klums eða langvarandi lystarleysi.



Landbúnaðarráðuneytinu, 11. maí 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum