Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 09/1998

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 09/1998




"Vistvænt Ísland"

Tilkynning um blaðamannafund 15. júní 1998
kl. 10:30 í Borgartúni 6



Starfshópur sem landbúnaðarráðherra skipaði 15. janúar l997 til að vinna að framgangi og kynningu stefnumörkunar fyrir "Vistvænt Ísland" hefur skilað áliti dags. 10. júní l998.

Forsendur þessarar stefnumörkunar eru þær, að stjórnvöld og íslenskur landbúnaður móti sameiginlega afstöðu til þess hvernig stuðla megi að því að landbúnaðurinn geti fært sér í nyt þau tækifæri til sóknar sem felast í opnara viðskiptaumhverfi og til að koma í veg fyrir að hann verði undir í samkeppninni, með því að leggja áherslu á óspillt umhverfi og hollustu og hreinleika landbúnaðarafurða.

Í starfshópnum áttu sæti Hákon Sigurgrímsson deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, formaður, Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, Haukur Halldórsson bóndi, tilnefndur af stjórn Áforms-Átaksverkefnis og Kjartan Ólafsson ráðunautur, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.

Með hópnum hafa starfað Baldvin Jónsson verkefnisstjóri Áforms-Átaksverkefnis og Álfhildur Ólafsdóttir forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, sem var ritari hópsins.

Er hér með boðað til blaðamannafundar til kynningar á málinu og verða auk landbúnaðarráðherra meðlimir starfshópsins til svara um álitið.


Í landbúnaðarráðuneytinu 12. júní 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum