Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 10/1998

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 10/1998




Fundur landbúnaðarráðherra Norðurlandanna
haldinn 25. júní 1998 í Sunne, Svíþjóð



Sumarfundur landbúnaðarráðuneyta Norðurlandanna, stofnana þeirra og samtaka var haldinn í Sunne, Svíþjóð þann 25. júní 1998. Ásamt Guðmundi Bjarnasyni, landbúnaðarráðherra, sóttu fundinn Björn Sigurbjörnsson ráðuneytisstjóri, Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri, Ari Teitsson, Bændasamtökum Íslands, Þorsteinn Tómasson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Jón Loftsson, Skógrækt ríkisins.

Aðalefni fundarins var að ræða sameiginlegt norrænt átak til að tryggja hollustu og hreinleika matvæla gegn Salmonellu mengun og íblöndun fúkkalyfja og vaxtaraukandi efna í fóðri dýra.

Þetta og önnur málefni rædd á fundi ráðherranna kemur fram á meðfylgjandi fréttatilkynningu frá norræna ráðherraráðinu (NMR).


Landbúnaðarráðuneytinu 30. júní 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum