Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 18/1998

Fréttatilkynning nr. 18/1998

Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu

Af gefnu tilefni þá vill landbúnaðarráðuneytið benda á, vegna fréttaflutnings af eyðijörðum í ríkiseign sem heimiluð hefur verið rjúpnaveiði, að oft ber fleiri en ein jörð sama nafn.

Ef sagt er frá nöfnum jarða þá er mjög mikilvægt að nefna bæði sveitarfélag og sýslu svo ekki sé bent á jarðir sem bera sama nafn en eru málinu óviðkomandi. Í fjölmiðli var t.d. sagt frá Karlsstöðum í Suður-Múlasýslu en ekki sagt að átt væri við Karlsstaði í sameinuðu sveitarfélagi Neskaupsstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Aðrir Karlsstaðir eru í Suður-Múlasýslu í Beruneshreppi, sú jörð er í einkaeign og þar er öll rjúpnaveiði stranglega bönnuð.
Í landbúnaðarráðuneytinu, 23. október 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum