Hoppa yfir valmynd
8. október 1999 Matvælaráðuneytið

Nr. 20/1998

Fréttatilkynning nr. 20/1998




Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu



Landbúnaðarráðherra hefur í samráði við stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins ákveðið að flytja aðsetur sjóðsins frá Reykjavík til Borgarness. Unnið hefur verið að undirbúningi flutningsins á undanförnum mánuðum og verði honum lokið fyrir áramót.

Hið nýja aðsetur Framleiðnisjóðs verður að Engjaási 2 í Borgarnesi þar sem Mjólkursamlag Borgfirðinga var áður til húsa en hýsir nú Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins og framleiðslufyrirtækin Engjaás hf., Sprota hf. og Catco hf.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur á undanförnum árum haft það að megin verkefni að styðja við ýmis hagræðingar- og þróunarverkefni í íslenskum landbúnaði, aðlögun hans að breyttum markaðsaðstæðum ásamt eflingu nýrrar atvinnu í dreifbýli.

Sjóðurinn er nú til húsa að Laugavegi 120. Formaður Framleiðnisjóðs er Bjarni Guðmundsson og framkvæmdastjóri er Jón G. Guðbjörnsson.


Í landbúnaðarráðuneytinu, 18. nóvember 1998

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum