Hoppa yfir valmynd
12. október 1999 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilkynnt um valfrelsi og fjölgun lokaprófa í grunnskólum

Valfrjáls samræmd lokapróf í 10. bekk grunnskóla vorið 2001


Menntamálaráðherra leggur fram á alþingi haustið 1999 frumvarp til breytinga á grunnskólalögum, sem heimila valfrelsi við töku samræmdra prófa. Verði frumvarpið samþykkt, verður framkvæmdinni háttað á þennan veg:

Samræmd lokapróf í 10. bekk grunnskóla verða valfrjáls fyrir nemendur í fyrsta skipti vorið 2001. Prófað verður í fjórum námsgreinum, þ.e. dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði.

Unnið er að því að skilgreina inntökuskilyrði í framhaldsskóla, sbr. 15. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla, sem taka munu gildi frá og með skólaárinu 2001-2002. Stefnt er að því að reglurnar verði tilbúnar í desember nk. Skólum verða sendar reglurnar um leið og þær verða tilbúnar.

Fjölgun samræmdra lokaprófa úr fjórum prófum í sex, kemur fyrst til framkvæmda vorið 2002.

Menntamálaráðuneytið vekur jafnframt athygli á því að fjöldi og fyrirkomulag samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskóla verður með óbreyttu móti vorið 2000, sbr. bréf ráðuneytisins þar um dags. 26. mars 1999 og bréf Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála um uppbyggingu samræmdra lokaprófa í 10. bekk sem sent var öllum grunnskólum með 10. bekk síðastliðið vor.


(Apríl 1999)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum