Hoppa yfir valmynd
21. október 1999 Matvælaráðuneytið

Samkomulag milli Íslands og Færeyja. 21.09.99

Fréttatilkynning

Sameiginleg fréttatilkynning frá
utanríkisráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu


Í gær var í Þórshöfn í Færeyjum undirritað samkomulag milli Íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2000.

Samkvæmt samkomulaginu verður heildarafli aðila í 1.240.000 lestir á næsta ár i sem er minnkum um tæpar 50 þúsund lestir frá leyfilegum hámarksafla á þessu ári. Aflinn skiptist þannig að í hlut Íslands koma 194.230 lestir, í hlut Færeyja 68.270 lestir, í hlut Noregs 712.500 lestir, í hlut Rússlands 160.200 lestir og í hlut Evrópusambandsins 104.800 lestir.

Reglur um aðgang aðila að lögsögu hvers annars til veiða úr síldarstofninum eru óbreyttar frá því sem verið hefur. Íslensk skip mega áfram veiða allan sinn hlut í lögsögu Færeyja og færeysk skip allan sinn hlut í lögsögu Íslands. Eins og í ár mega íslensk skip veiða sinn hlut í Jan Mayen lögsögunni en norsk skip mega veiða 138.500 lestir í íslensku lögsögunni. Íslensk skip mega veiða 8.700 lestir í lögsögu Noregs.

Það nýmæli felst í samkomulaginu að ákveðið var að frá og með árinu 2001 skuli nota aflareglu sem miðast við fiskveiðidánarstuðulinn 0.125 í stað 0.15 sem verið hefur viðmiðunin undanfarin ár. Þetta er mikilvægt skref til að draga úr hættu á hruni stofnsins og tryggja jafnari veiði á komandi árum. Aðilar urðu ennfremur sammála um að grípa til enn strangari veiðitakmarkana, ef ástand stofnsins gæfi tilefni til, að mati Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Utanríkisráðuneytið, Sjávarútvegsráðuneytið
Reykjavík, 21. október 1999




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum