Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2000 Matvælaráðuneytið

Hækkun aflamarks á skarkola. 03.01.00

Fréttatilkynning



Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka aflamark á skarkola úr 3000 tonnum í 4000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Í kjölfar úttektar Hafrannsóknastofnunarinnar sl. vor, þar sem mögulegt var í fyrsta sinn að beita sk. aldurs-aflagreiningu, kom í ljós að stofnin hefur minnkað verulega. Til þess að stuðla að hraðri uppbyggingu stofnsins var ákveðið að lækka kvótann úr 7000 tonnum í 3000. Þessi mikli niðurskurður hefur gert veiðiskipum erfitt fyrir þar sem meðafli af skarkola er meiri en þessu nemur. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunarinnar liggur meðafli í skarkola á bilinu 3500-4100 tonn. Með því að hækka aflamarkið í 4000 tonn benda útreikningar til þess að hrygningarstofnin muni vaxa um 25% frá á árunum 1999 og 2000.
Sjávarútvegsráðuneytið
3. janúar 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum