Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2000 Matvælaráðuneytið

Árangursstjórnunarsamningur sjávarútvegsráðuneytisins. 07.01.00

Fréttatilkynning



Árni M. Mathiesen sjávararútvegsráðherra og Hjörleifur Einarsson forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins undirrituðu 5. janúar 2000, fyrsta árangursstjórnunarsamning sjávarútvregsáðuneytisins við stofnanir þess.

Samningur þessi er gerður í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um árangursstjórnun í ríkisstofnunum. Hann er til þriggja ára og er þar kveðið á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytisins og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.

Í samningnum eru tilgreind helstu markmið stofnunarinnar hvað varðar rannsóknir, mælingar, ráðgjöf og fræðslu. Þar kemur fram að Rf skal gera áætlanir til lengri og skemmri tíma um það hvernig stofnunin ætlar að ná settum markmiðum í samræmi við fjárveitingar. Einnig eru fest í sessi samskipti Rf og ráðuneytisins, hvernig áætlanir eru gerðar og hvernig þeim er framfylgt til að ná settum markmiðum.

Árangursstjórnunarsamninginn er að finna á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins undir annað efni (www.stjr.is/sjr).
Sjávarútvegsráðuneytið
7. janúar 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum