Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2000 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um rækjuveiðar ísl. skipa á Flæmingjagrunni. 07.01.00

Fréttatilkynning


Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um rækjuveiðar íslenskra fiskiskipa á Flæmingjagrunni á árinu 2000. Hér er um að ræða veiðar á samningssvæði Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar, NAFO.

Á árinu 2000 verður þeim fiskiskipum sem hafa aflamark í rækju á Flæmingjagrunni og uppfylla önnur skilyrði til að fá veiðileyfi þar, heimilt að veiða samtals 9.300 lestir af rækju á því hafsvæði. Hér er um bráðabirgðaákvörðun að ræða, og mun ákvörðun um heildarmagn verða endurskoðuð síðar á þessu ári, þegar endanlegar upplýsingar um rækjuveiðar allra samningsaðila að NAFO á Flæmingjagrunni á árinu 1999 hafa borist sjávarútegsráðuneytinu.

Leyfilegur heildarrækjuafli íslenskra fiskiskipa á Flæmingjagrunni á síðasta ári var 9.300 lestir, og er bráðabirgðaákvörðunin nú við það miðuð.
Sjávarútvegsráðuneytið
7. janúar 2000


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum