Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2000 Matvælaráðuneytið

Nr. 01/2000

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 1/2000:


Kadmium-innihald í tilbúnum áburði


Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að lækka leyfileg mörk á kadmíuminnihaldi í tilbúnum áburði, sem seldur er til nota innanlands. Leyfileg mörk kadmíum fyrir hækkun eru að hámarki 50 mg/kg fosfórs en verða við breytinguna lækkuð niður í 10 mg/kg fosfórs.

Kadmíum (Cd) er þungmálmur sem finnst víða í náttúrunni. Í tilbúnum áburði er hann bundinn við fosfór. Kadmíum hefur mengandi áhrif á umhverfið og getur mengað matvæli. Það er óhollt heilsu manna og dýra og talið sjúkdómsvaldandi.

Innan Evrópusambandsins er unnið að því að setja í tilskipun hámarksgildi fyrir leyfilegt kadmíuminnihald í ýmsum matvælum s.s. kjöti, lifur, fiski, skeldýrum, kornvöru, grænmeti og kartöflum. Þá fer fram innan Evrópusambandsins viðamikil upplýsingaöflun um innihald kadmíums í jarðvegi, m.a. til að gera áhættumat á kadmíuminnihaldi tilbúins áburðar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur unnið að rannsóknum á þessu sviði á innlendum vettvangi.

Meðan innflutningur og framleiðsla á tilbúnum áburði var á ábyrgð stjónvalda, var stefnt að því að hafa kadmíuminnihald áburðar sem lægst við kaup á fosfór. Við aukið frelsi í viðskiptum með áburð er talin ástæða til að veita ríkara aðhald að leyfilegu innihaldi af kadmíum. Þau mörk, sem nú hefur verið ákveðið að setja, eru við það miðuð að framleiðsla búfjárafurða af íslensku grasi og korni, sé í samræmi við leyfilegt hámark kadmíums í tilbúnum áburði eftir reglum um vistvæna framleiðslu, en samkvæmt reglum um vistvæna framleiðslu landbúnaðarafurða, sem eru frá 17. júní 1998 má kadmíum í fosfór sem er í tilbúnum áburði ekki fara umfram 10 mg í hverju kg af fosfór.

Umrædd breyting á hámarksinnihaldi tilbúins áburðar af kadmíum kemur til framkvæmda 1. október n.k.

Landbúnaðarráðuneytinu,
18. janúar 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum