Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2000 Matvælaráðuneytið

Aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. 10.02.01

Fréttatilkynning


Frá og með 1. febrúar sl. hefur sjávarútvegsráðherra ráðið dr. Ólaf S. Ástþórsson til að gegna starfi aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar. Ólafur lauk BS. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1975 og doktorsprófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Aberdeen, í Skotlandi, árið 1980. Frá 1981 hefur Ólafur starfað sem sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni og hefur hann aðallega unnið að rannsóknum á líf- og vistfræði dýrasvifs, m.a. í sambandi við afkomu lirfa og seiða nytjafiska. Frá janúar 1990 hefur Ólafur verið verið forstöðumaður Sjó- og vistfræðisviðs Hafrannsóknastofnunarinnar og gegnt fjölmörgum stjórnunar- og nefndarstörfum á vegum stofnunarinnar bæði heima og erlendis. Hann situr og í Rannsóknaráði Íslands og hefur m.a. verið fulltrúi Íslands í stjórnarnefndum rammaáætlana Evrópusambandsins um hafvísindi og umhverfi. Ólafur er kvæntur Ástu Guðmundsdóttur, stærðfræðingi, og eiga þau þrjár dætur.
Sjávarútvegsráðuneytið
10. febrúar 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum