Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2000 Matvælaráðuneytið

Opinber heimsókn. 22.02.00

Fréttatilkynning


Landbúnaðar- sjávarútvegs- og matvælaráðherra Spánar, Jesus Posada Moreno, kemur í dag í opinbera heimsókn til Íslands í boði Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Árni Mathiesen hitti spænska ráðherrann í opinberri heimsókn sinni til Spánar s.l. haust. Jesus Posada Moreno mun eiga fund með Árna í fyrramálið, kynna sér íslenskan sjávarútveg og meðal annars skoða Hafrannsóknarstofnun.

Sem kunnugt er, eru Spánverjar öflugasta fiskveiðiþjóð innan Evrópusambandsins og hefur beitt sér mikið við mótun sjávarútvegsstefnu þess. Þá er Spánn einn stærsti markaður fyrir saltfisk héðan, útflutningur sjávarafurða héðan nam 6.6 milljörðum króna árið 1998. Það ár var Spánn í fimmta sæti þeirra þjóða sem við seljum sjávarafurðir næst á eftir, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi.

Ráðherrarnir halda blaðamannafund kl. 10.30 í fyrramálið.
Sjávarútvegsráðuneytið
22. febrúar 2000



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum